Ímynd hvalveiða í útlandinu

Stundum held ég að Íslendingar skilji ekki alveg hvað hvalveiðar eru mikið alvörumál hér í útlandinu. Hér er litið á hvalveiðar sem helbera villimennsku og ég geri ráð fyrir því að þannig sé það í flestum löndum. Sá mjög gott dæmi um daginn þegar að Ari var að horfa á sjónvarpið og eftirfarandi myndband sem sjá má hér að neðan kom á skjáinn. Þetta var á stöðinni Discovery Kids í vinsælum þætti um dýralíf sem þessi unga stúlka Bindi Irwin sér um. Athugið að þetta er normið hér úti. Ímyndið ykkur svo hvernig það fer í almenning þegar fréttist að Íslendingar séu byrjaðir aftur að veiða hvali.

Var þetta kannski meðvituð tilraun til að sverta enn frekar mannorð Íslendinga í útlandinu?

Sjálfum finnst mér lítið um hvalveiðar í sjálfu sér en vandamálið er hvernig þær hafa áhrif á orðspor Íslands. Það er eiginlega orðið tómt mál að tala um Ísland sem eitthvað vistvænt land þar sem að risavirkjanir, stóriðja og hvalveiðar eru það helsta sem frétta má þaðan. Fyrir utan náttúrulega fjármálasukkið.

Tags:

6 andsvör við “Ímynd hvalveiða í útlandinu”

 1. Ásgeir H

  Bíddu, ætla hvalirnir að hefna sín á okkur í Evróvisjón með aðstoð Söndru Kim 2? Svo þykjast þeir vera meinlausir …

 2. Davíð

  Þetta var ógeðslegt. Þú ættir að passa betur upp á hvað börnin þín eru að horfa á;) Ættum við síðan ekki bara að hætta að drepa kindur og fara jafnvel að borða grasið eins og þær og hætta öllu holdáti?

 3. Gulli

  Svona óbeint út frá þessu – hversu mikil eru viðskipti Íslands og Mexíkó eiginlega? Google var ákaflega ósamvinnuþýð þegar ég spurði hana.

 4. Gulli

  BTW, þetta er dóttir Steve Irwin heitins, krókódílamanns ef einhver var ekki búinn að átta sig á því.

 5. Lalli

  Ásgeir H: Það er bannað að minnast á Júróvisíon á þessari síðu að fyrra bragði!

  Davíð: Sjálfur hef ég ekki sterkar skoðanir á veiðunum sjálfum enda eru hvalir ekkert annað en syndandi nautgripir, þannig séð. Sammála þvi að það er frekar lítið rokk og alvara í þessu lagi, meira um feik.

  Gulli: Ég var reyndar ekki búinn að fatta tenginguna við Steve, hann kemur reyndar sjálfur fyrir í þessum þáttum en fyrir mér var þetta bara „pabbinn“ og ég spáði ekkert meira í því.

  Viðskipti milli Íslands og Mexíkó eru óveruleg ef einhver. Hér í Mexíkó hefur almenningur reyndar frekar áhyggjur af flestu öðru í þeirra lífi en hvalveiðum norður á heimsenda, þar sem að lífsbaráttan er erfið hér. En ég held að Discovery Kids sé vinsæl stöð í Bandaríkjunum og Bretlandi, sem dæmi. Þeir hafa vinsæla þætti á borð við Lazytown, ekki getur það nú klikkað.

 6. Ásgeir H

  You showed it, I said it …