Nýir flokkar

Sé það á fréttum heima að nýir flokkar hafa skotið upp kollinum nú þegar styttist í kosningar. Lýðskrumið loðir við þessi framboð, fólk sem reynir að fiska út á óánægju kjósenda með ástandið til að krækja sér í vel launaða innivinnu. Ef það væri nokkur alvara í spilunum hjá þessu fólki þá ætti það að stofna stjórnmálaflokk daginn eftir kosningar til að sýna að hugsjónirnar réðu för hjá því. Þá væri fyrst hægt að trúa því að þetta fólk væri ekki að þessu brölti eingöngu sjálfu sér til framdráttar.

Tags:

2 andsvör við “Nýir flokkar”

  1. Sindri Guðjónsson

    Þessir flokkar hafa reyndar merkilega lítið fylgi. Borgarahreyfingin með 0,5% og L með 1,5% Einnig F. Maður hefði haldið að þeir fengju óánægjufylgi úr D. En þeir mælast langt undir 2%. Ég reyndar þekki fyrrum stuðningsmenn F, sem hafa skipt yfir í L.

  2. Lalli

    Ég er ekki hissa, leiðtogi L-listans var svo slakur stjórnmálamaður að framsókn gat ekki einu sinni notað hann.