Radiohead settir á ís

Í kreppunni er allur óþarfi skorinn við nögl. Radiohead ætla að halda tónleika hér í borg þann 15. og ég hefði ekkert á móti því að mæta. En það verður líklega að bíða betri tíma.

Mér dettur varla í hug sú grúppa sem ég vildi sjá á sviði frekar en Radiohead. En lífið er tík eins og máltækið segir. Konan ætlaði að splæsa í miða þótt hún sé ekki aðdáandi en ég þvertók fyrir það. Hef verið ótrúlega hagsýnn á þessum síðustu og verstu.

Þeir koma örugglega aftur hingað einhvern daginn. Nú eða við eltum þá uppi hvar sem þeir verða.

Tags: ,

Lokað er fyrir andsvör.