Sameinuðu Þjóðirnar á móti guðlasti?

Helsti gallinn við Sameinuðu Þjóðirnar er að allir fá að vera með og segja sína skoðun. Þótt að við fyrstu sýn virðist það ekki vera galli heldur kostur þá verður að hafa í huga að mörg lönd á okkar fögru plánetu eru afar aftarlega á merinni í mörgum málaflokkum. Nú hefur það semsagt gerst að 57 lönd múslima hafa myndað blokk innan S.Þ. til að þrýsta á um að ályktun gegn guðlasti nái fram að ganga.

Ef þetta rugl nær einhverri framgöngu innan S.Þ. þá er nú fokið í flest skjól. Þetta gengur þvert á hefðir lýðræðisríkja um málfrelsi og trúfrelsi. Flest þessara landa í múslima-blokkinni eru einræðisríki þar sem orðið lýðræði er eins og hvert annað klámyrði. Að slíkt afturhald fái að grassera í sjálfum S.Þ. er ekkert annað en hneyksli.

Sjá myndbandið hér að neðan þar sem m.a. er rætt við Christopher Hitchens um málið.

Tags: , , ,

2 andsvör við “Sameinuðu Þjóðirnar á móti guðlasti?”

  1. Gulli

    Þetta getur ekki endað öðruvísi en með hruni Sameinuðu Þjóðanna. A.m.k. myndi ég telja líklegt að Bandaríkin ásamt nokkrum Vesturlandaþjóðum muni segja sig úr þeim og þá er nú ansi lítið eftir.

  2. Lalli

    Allavega verður dregið mjög úr áhrifum þeirra ef svona vitleysa fær að vaða þarna uppi. Mér skilst að leiðtogi þessa hóps sé Pakistan! Eins mikið fyrirmyndarland og það nú er.