Móðu-Haardindum lokið?

Ekki bregst það þegar ég bregð mér frá og sé ekki Netið í smátíma þá verður allt vitlaust á klakanum. Stjórnin fallin!

Ég hef verið á móti Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn síðan að ég var fimmtán ára. Hef því eytt fjórtán árum í stjórnarandstöðu, held að það sé löngu tímabært að skipta um hlutverk við sjallana.

Þessi vika hefur verið sú besta á minni ævi hvað varðar pólitíkina. Fyrst fór Bush á þriðjudaginn og nú er Þingvallastjórnin farin frá völdum. Hvað er hægt að biðja um meira?

Tags: ,

Lokað er fyrir andsvör.