Með leyniþjónustunni í tíma

Þessa dagana eru níu manns í hópnum mínum í spænskuskólanum, þrír frá S-Kóreu, ein frá Kína, einn Breti, Frakki, Ástrali og ein stúlka frá Japan. Mér fannst það nokkuð magnað þegar kom á daginn að í hópnum eru tveir leyniþjónustumenn. Bretinn er reyndar fyrrverandi starfsmaður bresku leyniþjónustunnar í útibúi þess í Þýskalandi en einn þeirra frá Kóreu er í fullu starfi hjá leyniþjónustu hersins í S-Kóreu. Spurðum hann um daginn hvort að þeir hefðu einhverja útsendara í N-Kóreu og hann játti því en við kunnum ekki við að fara með samtalið lengra. Maður hefði kannski endað í skottinu á svörtum Hyundai.

Ekki er þó hægt að segja annað en að maður sé ágætlega tengdur hér í Mexíkó.

2 andsvör við “Með leyniþjónustunni í tíma”

  1. Ásgeir H

    Bíddu, snúast leyniþjónustustörf ekki m.a. um að vera ekki að kjafta því í alla við hvað þú vinnur? Eða ert þú bara svona góður counter-agent?

  2. Lalli

    Nei ég held að þetta sé eins og hver önnur vinna, ekkert hernaðarleyndarmál hverjir vinna við þessar stofnanir. Aftur á móti hverjir eru uppljóstarar og samstarfsmenn í öðrum löndum, það er leyndó.