Besta við að búa utan Evrópu er…

…að hér er ekkert fokkins Júróvísíon.

9 andsvör við “Besta við að búa utan Evrópu er…”

 1. Þórður Ingvarsson

  Heppinn.

 2. Guðjón

  Ég er yfirlístur júróvísionhatari, en það bregst ekki að þegar þetta helvíti byrjar, þá sest ég fyrir framan sjónvarpið fullur þjóðarstolti og horfi spenntur, þetta er ekki ég, þetta er einhver sjúkdómur….

 3. Hildur Edda

  Iss þið eruð bara bitrir, júró rokkar! Þið fílið þetta inn við beinið!

 4. Lalli

  Hildur er eins og prestarnir sem segja að enginn sé í raun trúlaus.

 5. Hildur

  Ég er enginn prestur. Ég bara veit að það eru til tvær gerðir af fólki. Annars vegar þeir sem fíla júróvisjón og hins vegar þeir sem viðurkenna ekki að þeir fíla júróvisjón!

 6. Árni Þór

  Ég get reddað þér slóðum á netinu sem þú getur horft á þetta í fínum gæðum. Gerir svo bara „clear history“ eftir áhorf og ´þá veit enginn hvað þú hefur verið að gera.

 7. Lalli

  Ég er ánægður með að hafa ekki hugmynd um hvernig júróvísíónlögin hafa verið undanfarin tvö ár. Ég vil ekki spilla þeim góða árangri svo; nei takk Árni. ;)

  Hildur, það eru til fleiri tegundir af fólki, trúðu mér. Ég man t.d. eftir því í Svíþjóð þegar við sáum þennan hroða með nokkrum skiptinemum sem eru ekki frá Evrópu og þeir urðu svo vonsviknir. Var þetta allt sem gamla góða Evrópa með sinni hámenningu og listasögu hafði upp á að bjóða? Ég laut höfði í skömm.

 8. Hildur Edda

  Júróvisjón er algert lista- og menningarsögulegt meistaraverk þótt þú tilheyrir seinni hópi fólks sem ég taldi upp!

 9. Snorri

  Þetta er náttúrulega séríslenskt hvað við tökum þetta svona ótrúlega alvarlega. Hér horfir enginn á þetta með öðru auganu. Allir í grill og fylleríispartí að fylgjast með.

  Er þetta ekki bara SUPERBOWL okkar Íslendinga?