Hiti og sviti

Fyrir um 3-4 vikum síðan tók hitastigið góðan kipp upp á við.

Hér í Mexíkóborg er nefnilega ekki svækjuhiti alla daga eins og margir gætu haldið því við erum í um 2400 metra hæð yfir sjávarmáli. Á veturnar er loftslagið þægilegt og mátulega passlegt. Yfirleitt þarf maður ekki peysu og yfirhafnir, bolaveður alla daga. Vorin eru hér heitasti árstíminn, á sumrin rignir duglega daglega sem kælir aftur loftslagið niður.

Nú er semsagt vor í lofti, hitinn fer vel yfir 30°C á hverjum degi sem aftur þýðir það að ég hef fengið að svitna daglega í nokkrar vikur. Samt sem áður verður lítil breyting á klæðaburði borgarbúa. Þar sem ég vil ekki líta út eins og áttavilltur túristi þá geri ég slíkt hið sama með þeim afleiðingum sem að ofan er lýst.

Kannski ég ætti að gera eins og gringóarnir í spænskuskólanum, finna mér hvítar stuttbuxur, hlýrabol og sólhatt. Þótt það væri kannski þægilegra þá vill enginn líta út eins og gringó, það segir sig sjálft.

Lokað er fyrir andsvör.