Umsókn skilað

Þá er maður búinn að afreka það að setja saman umsókn um doktorsnám, skilaði henni af mér í dag. Sænskt einkunnakerfi veldur Mexíkönum nokkru hugarangri. Jafnaðarmannastefnan er svo sterk í Svíþjóð að menn eru ekkert að gera upp á milli manna með óþarfa eins og meðaleinkunn. Gefa bara yfirleitt gott eða mjög gott fyrir kúrsana.

Ég reyndi því að sjóða saman einhverja meðaleinkunn með því að taka miðgildi einkunnanna og reikna svo vegið meðaltal út frá því. En ég man reyndar ekki alveg hvort að VG í meistaranámi í Svíþjóð er 8 og hærra eða 8,5 og hærra. Ef einhverjir Svíar reka inn nefið mega þeir upplýsa mig um þetta.

Lokað er fyrir andsvör.