Góðum félagsskap rústað

Nú eru rétt rúm fjögur ár síðan ég gekk í Vantrú og síðan þá hefur gengið á ýmsu. Ég var mjög ánægður með þennan félagsskap og fannst við hafa áorkað einhverju með þessu stappi. Núna hefur þessu góða starfi verið stefnt í hættu með klofningi nokkurra manna sem fannst Vantrú vera orðin of mjúk og lin í sinni umfjöllun.

Reyndar er það rétt að eftir síðustu formannskipti hafa margar greinar verið ritskoðaðar af ritstjórn, sumar hafa jafnvel ekki fengið að fara í loftið því þær þóttu of harðar og jafnvel dónalegar. T.d. hefur einn besti penni Vantrúar, Frelsarinn, hefur nánast verið útilokaður síðustu mánuðina vegna síns beitta stíls. Allt átti þetta að vera til að mýkja ímynd Vantrúar og gefa málflutningnum meira vægi en í stað þess held ég að við höfum misst allan brodd í okkar ádeilu.

Ég mun þó ekki fylgja hinum nýja hópi Andkristinna þar sem margt í þeirra málflutningi á eflaust eftir að vera mjög einfeldningslegt í hálfgerðum hollívúdd stíl þar sem menn eru annað hvort gáfaðir og góðir eða trúgjarnir og heimskir. Þ.e. ef ég þekki þá rétt sem stofnuðu þetta nýja vefrit.

Núna er ég því staddur á nokkurs konar krossgötum og ég fíla í raun hvorugt félagið. Því hef ég ákveðið að ganga úr Vantrú og standa fyrir utan þetta þras. Líklega hafði verið betra ef menn hefðu getað hert stefnuna aðeins hjá félaginu og koma þannig til móts við hina, sem hafa sumir verið burðarásar í félaginu. En fyrst þetta fór svona þá nenni ég ekki að skipa mér í hóp með öðrum hvorum deiluaðilanum.

Nokkuð fúll yfir þessu, verð að viðurkenna það.

6 andsvör við “Góðum félagsskap rústað”

 1. Gulli

  Ættir kannski að kíkja aftur á andkristni.net :)

 2. Lalli

  Þetta var að sjálfsögðu gabb sem var búið að undirbúa í nokkra daga. Ég tók þátt í þessu en afþví ég er í öðru tímabelti var þessi færsla bara uppi í klukkutíma áður en gabbið var afhjúpað. Næst skrifa ég gabbfærsluna fyrirfram og læt hana birtast á betri tíma.

  Hvað um það, mér fannst þetta fyndið. :þ

 3. Ragnar G

  Sæll Lárus. Var að spá í hvort þú værir til í að senda mér email adressuna þína til mín á risinn@mmedia.is, svo við getum verið í sambandi. Svo skilst mér að frúin mín hafi áhuga á að komast í samband við ykkur þarna úti ef það er í lagi. Kveðja. raggi risi

 4. Gulli

  Sennilega hefði ég nú hlegið að þessu líka ef ég hefði komið inn í tíma til að sjá gabbið :)

 5. Stína

  Hah! náðir mér alveg… alla vega svona daginn eftir. Bið að heilsa Ragga :)

 6. Raggi risi

  haha. Takk fyrir kveðjuna Stína. Bið að heilsa til baka ;)