TOEFL próf

Eitt af því sem ég verð að gera fyrir umsókn mína um doktorsnám er að taka þetta fræga TOEFL próf, sem á víst að sýna færni mína í enskri tungu. Þarf að ná 500 stigum, er mér sagt.

Þarf maður eitthvað að læra fyrir svoleiðis próf eða er þetta erfitt?

4 andsvör við “TOEFL próf”

 1. Guðrún Helga

  Hef ekki tekið prófið „í alvöru“ en hef tekið svona próf heima til að æfa mig fyrir annað próf og mér fannst það alls ekki erfitt. Eiginlega meira bara langt og kannski frekar leiðinlegt, en ekki erfitt.

 2. Snorri

  Nei Lárus, hafðu engar áhyggjur. Tók þetta á Beisinu 2003 og það var djók. Aðalmálið er að halda sér vakandi til að merkja nafn sitt staf fyrir staf á hverri síðu eftir snælduupplýsingum. Þetta er allt tölvuunnið og því þarf að setja hring utan um hvern staf í nafni sínu á hverri síðu. Tedious er orð sem kemur í hugann. Annars er þetta lítið meira en samræmt próf í ensku.

 3. Lalli

  Ok, þá er ég ekkert að stressa mig yfir þessu. Mér skilst samt sem áður að fjölmargir umsækjendur fá ekki inni vegna þess að þeir náðu ekki TOEFL lágmarkinu en Mexíkanar eru ekkert svo sleipir í ensku.

 4. Snorri

  Einmitt. Ég man að vísu ekkert hvað ég þurfti að lágmarki til að komast inn í Sviss en þeir þurftu ekkert að sjá niðurstöðurnar eftir að ég var mættur á svæðið. Get ekki ímyndað mér að þú klikkir á meira en 5% prófsins og væri það þá bara vegna þess að þú hafir dottað eða tölvumistaka.