Tungubrjótur

Skora á þá sem kunna eitthvað í spænsku að lesa eftirfarandi texta úr kennslubók vorri upphátt. Þetta er einfaldlega ekki hægt.

Sobre la jiba gigante de la jarifa jirafa, Jimena la jacarera, la Gitana jaranera, jubilosa jugueteaba gorjeando la jácara, jamando la jícama, juergueando la jícara, jalando la jáquima; jalaba, gorjeaba, juergueaba, jamaba, jáquima, jícara, jácara y jícama.

Nýi spænskukennarinn er mun eldri en sá fyrri og strangari eftir því en þetta er samt ágætt enn sem komið er. Í nýja hópnum mínum telst mér til að séu þrír Þjóðverjar, tveir Norðmenn, þrír Japanir, tveir Kanar, einn Slóvaki, einn Frakki, einn frá Haíti og ein frá Kanada.

Í fyrri hópnum var ein norsk stúlka, sem er reyndar með mér í hóp núna, en við ræddum alltaf saman á ensku. Um daginn rakst ég á hinn Norðmanninn sem ég hafði ekki rætt við áður, höfðum einungis verið í sama hóp í tvo-þrjá daga þá. Hann byrjaði án málalenginga að ræða við mig á norsku og það sem meira var, ég skildi hann alveg ágætlega. Við kjöftuðum eitthvað saman þannig, hann á norsku og ég á minni slöku sænsku sem hann skildi þó einnig fullkomlega.

Þetta fannst mér magnað, ég sem hef aldrei komið til Noregs. Dálítið heimilislegt að geta talað við aðra Norðurlandabúa hér í Ameríku á okkar eigin máli.

2 andsvör við “Tungubrjótur”

  1. Hildur Edda

    Ég tel mig nú kunna spænsku ágætlega en verð að viðurkenna að ég skil þessa setningu hér að ofan hreint ekki.

  2. Lalli

    Þetta er svona „Stebbi stóð á ströndu“ dæmi. Hvað er t.d. að troða strý, ekki veit ég það?