Meiri veiðar auka stofnstærð

Einhvern veginn þannig virðast fjölmargir heima á Íslandi hugsa varðandi þorskveiðar, því meira sem veitt er því betra. Þorskurinn er horaður, vannærður og stofnstærð hans er bara brot af því sem hún var fyrir nokkrum áratugum.

Lausnin? Veiða meiri þorsk!

Ég hef tjáð mig um þetta áður, ótrúlegastu menn verða skyndilega fiskifræðingar þegar þessi mál eru rædd. Víla jafnvel ekki fyrir sér að skrifa blaðagreinar um málið. Ég er ekki hlynntur því að fræðimenn einoki umræður en í þessu tilfelli sé ég sjaldnast eitthvað frá fræðimönnunum sjálfum.

Einar K. Guðfinnsson fær sjaldgæft hrós fyrir að standa upp á móti LÍÚ mafíunni og skera niður þorsk- og loðnuveiðar eins og þörf var á. Frjáls sókn í þessar auðlindir hefði endað eins og hver annar námugröftur, mokað út meðan eitthvað er upp úr því að hafa og svo ekki söguna meir.

Eitt andsvar við “Meiri veiðar auka stofnstærð”

  1. Sindri Guðjónsson

    Já, fólki er skiljanlega heitt í hamsi, og telur að fræðingarnir viti ekkert í sinn haus. Það er einkennileg árátta. Við höfum verið að veiða aðeins of mikið á hverju ári í mörg ár (alltaf þrýstingur að veiða meira en minna) – og þetta er útkoman.