Guarnavaca y Cuautla

Skruppum um helgina til nálægrar borgar sem heitir Guarnavaca en þar var okkur boðið í svokallaða barnasturtu. Eftir það heimsóttum við ættingja Anelar í nálægum bæ sem heitir Cuautla, þeir sömu og við bjuggum hjá þegar að Ari Snær fæddist í fyrra. Við höfum ekki farið þangað síðan í fyrra þannig að það var komin tími til. Við gistum þar eina nótt og komum heim í gær.

Hér í Mexíkó dugar manni að keyra í einn til tvo klukkutíma og þá er loftslagið og umhverfið gjörbreytt. Enda er hér að finna í þessu landi regnskóga og eyðimerkur sem og allt þar á milli.

Ari greyið kunni þó illa við sig í Cuautla þar sem hitinn var í kringum 30 gráðurnar og rakt var í veðri. Endaði með því að hann fékk sjálfur hita en hann hefur smitast af einhverju í ferðinni. Er skárri í dag, reikna með að þetta verði ekki alvarlegt.

Lokað er fyrir andsvör.