Valentínusardagur

Rómantíkin var í hámarki í gær hjá okkur hjónunum. Eftir skóla og vinnu fórum við í bólusetningu gegn lifrarbólgu B auk þess sem að Ari fékk dropa til bólusetningar gegn mænusótt. Anel þarf starfs síns vegna að vera bólusett gegn lifrarbólgu og hún vildi endilega gefa mér líka þar sem ég vinn á rannsóknarstofu.

Eftir þetta sóttum við um nýtt ökuskírteini handa Anel þannig að ekki skánaði það.

En að öllu þessu loknu fórum við þó loks á skemmtilegan gamlan veitingastað í fallegu hverfi þannig að þessi margumrædda rómantík fannst að lokum.

Tek það fram að ég er í kaþólsku landi þannig að þessi siður er rótgróinn hér. Finnst það hálf-leitt að sjá Íslendinga ætla að lepja þetta upp eftir bandarískum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Hvað varð um konudaginn eða bændadaginn?

Ekkert athugavert við það að taka upp nýja siði, spurningin er af hvaða hvötum það er gert og hvers vegna.

3 andsvör við “Valentínusardagur”

 1. Gógó

  Ég slæ nú sjaldan höndinni á móti afsökun til að gera mér glaðan dag … svo ekki sé talað um að einhver annar geri manni glaðan dag ;)

  Og þá er ég að sjálfsögðu að tala um viðbót við konu- og bændadaginn!

  …reyndar er ég ekkert voðalega ósammála þér sko … á mínu heimili var bara sagt „gleðilegan fimmtudag“ ;)

 2. Lalli

  Voru fimmtudagarnir góðir á þínu heimili? ;9

 3. Gógó

  hehehe – þegar ég segi „mínu heimili“ þá var ég að meina því sem ég bý á núna og var að vísa í þann 14. feb. síðastliðinn ;)

  Annars hafa fimmtudagar alltaf verið í sérlegu uppáhaldi hjá mér en það er annað mál.