Efst á baugi

Ari fékk svona göngugrind (eða hvað sem þetta dót heitir nú) í gær frá frænku sinni. Reyndar er það kannski dálítið með seinni skipunum þar sem hann er næstum því farinn að ganga. Anel vildi ekki kaupa svona dót fyrr en drengurinn var farinn að skríða almennilega. Hér í Mexíkó er sagt að þeir sem læra ekki að skríða séu þeir sem keyra illa í umferðinni þar sem þá skortir nauðsynlega samhæfingu hugar og handar. Samkvæmt minni reynslu skríður því einungis annar hver mexíkani í barnæsku.

-—-

Útlit er fyrir að við komum í heimsókn til Íslands næsta sumar en þetta er allt í vinnslu ennþá.

-—-

Í gær kom ein stúlka, ítölsk að uppruna, úr spænskuskólanum til mín og spurði hvort ég gæti ekki vísað henni á góðan kvensjúkdómalækni. Í dag mætti ég í skólann og afhenti henni nafnspjald frá einum góðum. Fátt sem vefst fyrir manni hér í Mexíkó.

-—-

Ég gleðst yfir lækkun krónunnar undanfarið þar sem skuldirnar hafa eitthvað rýrnað í hamaganginum. Þið sem heima sitjið og þurfið núna að punga út 100 kalli fyrir evruna, góðar stundir.

Eitt andsvar við “Efst á baugi”

  1. Gulli

    Heyr, heyr, krónan lengi falli!