Svekkt maestra

Spænskukennarinn var svekkt í morgun vegna bágrar frammistöðu hópsins míns í spænskuprófinu. Niðurstöður berast þó ekki fyrr en á morgun.

Í tímanum í dag var rætt um mat, spurt var hvaða matur er einkennandi fyrir hin og þessi lönd. Einfalt var að finna svör fyrir lönd eins og Japan, Bandaríkin og Ítalía. Málið vandaðist nokkuð þegar röðin kom að Norðmanninum en hann bjargaði sér fyrir horn með saltfiskinum en norskur saltfiskur er vinsæll hér.

Íslendingurinn sagðist hinsvegar éta hvalket með bestu lyst. Ég er hér með orðinn óvinsælasti nemandinn í hópnum mínum.

Eitt andsvar við “Svekkt maestra”

  1. Gógó

    Tíhí – nammi nammi hvalkjöt! Sammála þér þar!