Ráðandi söguskoðun

Ef þú drepst úr sulti og seyru í kommúnistaríki þá er það stjórnvöldum undantekningarlaust að kenna.

Ef þú drepst úr sulti og seyru í kapítalistaríki þá er það sjálfum þér að kenna, aumingi.

6 andsvör við “Ráðandi söguskoðun”

 1. Gulli

  Þú getur nú ekki neitað því að í öðru „hagkerfinu“ er allri framleiðslu stýrt með tilskipunum, óháð þörf eða getu og möguleikar einstaklingsins til að bjarga sér sjálfur eru nánast engir. Í hinu er markaðurinn látinn ráða sem mestu og því reynt að framleiða í samræmi við þörf. Frelsi einstaklingsins til að bjarga sér sjálfur er nánast eins mikið og hægt er.

  Tvö tiltölulega nærtæk söguleg dæmi eru nokkuð augljós, í öðru drápust tugmilljónir úr hungri og kulda meðan hitt varð að stærsta efnahagsveldi sögunnar.

  Það eru dæmi um nákvæmlega þetta síðara sem þú nefnir bara hér í Svíþjóð. Í Norður Svíþjóð er talsverður skortur á fólki í vinnu á meðan í Suður Svíþjóð er enn talsvert atvinnuleysi, sérstaklega meðal innflytjenda. Einhverra hluta vegna fást atvinnulausir hér syðra ekki til að flytja sig um set til að fá næga vinnu. Þar af leiðandi er hægt að segja að atvinnuleysi þeirra er þeim sjálfum að kenna, vinnan er í boði – þeir vilja bara ekki bera sig eftir henni. Það sem heldur lífi í þeim er fólkið sem mætir í vinnu.

 2. Gulli

  Póstaði óvart áður en ég var búinn…

  Auðvitað ertu annars að veiða með því að hafa „undantekningarlaust“ með í fyrri setningunni. Það breytir því ekki að kommúnisminn hefur sýnt sig og margsannað sem beinlínis alversta og mannfjandsamlegasta stjórnskipulag sem maðurinn hefur fundið upp – allt í nafni „jafnræðis“.

  Ég hika ekki við að segja það að ef fólk er að svelta í hel í landi sem hefur raunverulegt kapítalískt hagkerfi þá er það fólk hreinræktaðir aumingjar. Tækifærin eru til staðar – í nánast öllum löndum er vinnu að hafa, mikið af fólki fæst bara ekki til að bera sig eftir henni.

 3. Lalli

  Ég er ekki að bera blak af bölvuðum kommaskröttunum, var bara að lesa enn einn moggabloggarann sem talar um hvernig kommarnir drápu samborgara sína með því að kalla yfir þá hungursneyð. Finnst það athyglisvert að hungursneyð í kommaríki er alltaf þá stjórnvöldum að kenna en þegar fólk sveltur í kapítalískum löndum þá er það fólkinu sjálfu um að kenna.

  Kannski hægt að taka nærtækara dæmi til að gera mig skiljanlegri, einhver staðar í kapítalíska heimi drepst verkamaður í námugreftri úr einhverjum lungnasjúkdómi vegna bágra vinnuaðstæðna. Aldrei er samt talað um að hann hafi dáið vegna kapítalismans, enda væri það gríðarleg einföldun. Hins vegar má alltaf skrifa flest ótímabær dauðsföll í kommalöndum á kommana sjálfa. Það er eitthvað ósamræmi í þessu sem ég næ ekki.

  Ágætis pæling um þetta hér á Múrnum sáluga.

 4. Sindri Guðjónsson

  Það deyja einfaldlea voðalega fáir úr hungri í kapítalískum ríkjum.

 5. Lalli

  Hvernig er sú flokkun? Er t.d. Indland ekki kapítalískt ríki?

 6. Snorri

  Talandi um að bera sig eftir störfum og allt það. Menn deyja kannski ekki lengur í Kapítalistaríkjum en ákveðnir aðilar geta enn unnið baki brotnu og eiga samt ekki rassgat til að byggja upp líf sitt. Það er enginn aumingjaskapur, bara óréttlæti.