Svíar eru bestir

Fékk póst núna áðan frá Högskolan Skövde. Kennarinn minn var að velta því fyrir sér hvenær ég ætlaði að klára kúrsinn sem ég hætti í á haustönn 2005. Svíar eru yndislegir.

4 andsvör við “Svíar eru bestir”

 1. Ásgeir H

  Svikari! Þú ferð ekkert að tala vel um Svía daginn sem þeir vinna okkur í handbolta, það er einfaldlega bannað með lögum.

 2. Lalli

  Ég fattaði það eftir á að kannski hefði ég ekki átt að setja færslu sem heitir „Svíar eru bestir“ í loftið á sama tíma og landsleikur var í gangi.

 3. Hildur Edda

  Þegar ég sá fyrirsögnina hugsaði ég einmitt, hvað djöfullinn er hann að halda með Svíum í handbolta. Ef svo hefði verið hefði ég sent þér orðljótan tölvupóst eða bloggað ljótt um þig… eða eitthvað.

 4. Gulli

  Heja Sverige!