Ný grein á vald.org

Ég minntist á það um daginn að Jóhannes Björn sem heldur úti síðunni Vald.org hafði á réttu að standa um hrun bandaríska fasteignamarkaðsins, spáði fyrir um það fyrir löngu síðan. Komin er ný grein frá kallinum og hann er ekki bjartsýnn á framhaldið.

„Það er frekar auðvelt að sjá að bandaríski fasteignamarkaðurinn á eftir að halda áfram að lækka í langan tíma. Skoðað í sögulegu samhengi þá er verðið víðast enn allt of hátt. Hlutfall á milli húsnæðisverðs og leigu er rangt. Skuldir einstaklinga eru allt of háar og kaupið þokast ekkert upp hjá þorra fólks. Orkukostnaður hefur hækkað verulega og heilsutryggingar æða fram úr eðlilegum verðbólgukostnaði. Vegna veðurfars er orðið fáránlega dýrt að tryggja hús á svo til allri suður- og suðausturströndinni. Mikið magn ruslalána er á leið í vanskil á næstu 18 mánuðum og nauðungaruppoðum [sic] fjölgar mikið. Það setur pressu á allt húsnæðisverð á markaðinum. Við allt þetta bætist að bankakerfið lánar ekki nema pottþéttu fólki á næstunni og úthýsir þannig fjölda einstaklinga sem annars hefðu viljað kaupa sér þak yfir höfuðið.“

Það er nefnilega það. Bráðum fara blankir Kanar að streyma til Mexíkó í leit að atvinnu. Það verður áhugavert að sjá hvort að Vald.org hafi rétt fyrir sér á ný.

Lokað er fyrir andsvör.