Múhameð teiknaður á ný

Þeir sem teikna myndir af Múhameð spámanni eru líkt og litlir sveitadrengir sem gera sér það að leik að pissa á rafmagnsgirðingu. Viðbrögð strangtrúaðra múslima eru jafn fyrirsjáanleg eins og kynfæra raflostið sem rafmagnsgirðingin býður skinnsokks-skvetturum uppá. Þau eru líka álíka ánægjuleg, geri ég ráð fyrir. Ég prófaði þetta aldrei í sveitinni og geri ekki ráð fyrir því að gera það héðan í frá.

Nú er það ótrúlega heimskulegt að gera veður út af því að einhver sé teiknaður, hvað þá einhver sem legið hefur í gröf sinni frá því á sjöundu öld e.o.t. En það er líka ekki sérstakt greindarmerki að gera sér það að leik að æsa upp fólk, einungis til að gera það æst. Það á ekki eftir að hjálpa til við að bæta samskiptin við heim múslima, sem hafa farið hríðversnandi undanfarin ár.

Samt er þetta mál svo undarlegt að öllu leiti, t.d. afhverju eru múslimar á Norðurlöndunum alltaf svona æstir yfir þessum myndbirtingum. Afhverju heyrðist ekkert þegar Múhameð birtist í South Park t.d?

Allt þetta mál er kjánalegt hvernig sem á það er litið. Ég nenni ekki að blogga um þessa vitleysu meir. Það eru alvöru vandamál í heiminum sem þarf að takast á við. Óþarfi að búa til fleiri úr engu.

Lokað er fyrir andsvör.