Meistaraprófsfyrirlestur búinn

Búið og gert. Gekk glimrandi vel og ég gat svarað flestum þeim spurningum sem prófdómarinn lagði fyrir mig varðandi áhrif þess að bæla tjáningu CEMP1 í steinungsfrumum úr mönnum. Þetta stefnir víst í väl godkändt samkvæmt Svíunum, ekki er það amalegt.

Mér líður eins og ég sé 20 kílóum léttari. Mikið er gott að vera búinn með þetta, eða gott sem. Þarf eitthvað að snurfusa lokaritgerðina en það eru einungis nokkur smáatriði víst.

Til hamingju ég!

9 andsvör við “Meistaraprófsfyrirlestur búinn”

 1. Árni Þór

  Til hamingju með þetta kallinn.

  Tilfinningin er alltaf góð að klára stórt verkefni. Þú hefur eflaust sofnað vel aftur :-)

 2. Óli Gneisti

  Til hamingju þú.

 3. Óli

  Til hamingju með þennan kafla í lífinu félagi! :)

 4. Stína

  Frábært hjá þér!

 5. Jón Óskar

  Til hamingju með þetta Lalli. Get ekki annað en vitnað í Al Pacion í einhverri mynd (minnir Scent of a Woman) og sagt: HÚHA!!!!

 6. Guðrún Helga

  Til hamingju:)

 7. Auður Lilja

  Til hamingju !!!

 8. Kristín Gróa

  Til hamingju Lárus! :)

 9. Sverrir Adalsteinn

  Til hamingju, tu ert hermed kominn in forustu, ekki slæmt tad