Allt að gerast

Við fengum loks í hendurnar vegabréfsáritun til Bandaríkjanna fyrir Ara Snæ í dag. Ég tek allt aftur sem ég hef sagt um BNA, þetta er örugglega langbesta land í geimi. Í gær pantaði ég miða til Íslands frá New York þann 8. september og flug til baka þann 5. október. Nú er bara að bóka flug héðan til Nýju Jórvíkur sem við stefnum á að gera í kvöld.

Ég er nokkurn veginn búinn að setja saman kynningu á verkefninu með hjálp PowerPoint. Hinsvegar er svo mikið að gera í Svíþjóð að ég komst ekki að á morgun né hinn eins og stefnt var að. Fyrirlesturinn verður þó ekki síðar en 28. ágúst, vonandi fyrr. Annars er ég nokkuð rólegur yfir þessu, stærsti hjallinn var að skila af sér ritgerðinni. Ég held að fyrirlesturinn verði bara nettur.

Svo óska ég Stínu systir til hamingju með afmælið. Ja visst ska hon leva, ja visst ska hon leva, ja visst ska hon leva uti hundrade år!

Eitt andsvar við “Allt að gerast”

  1. Stína levandi

    Takk fyrir :) Hlakka mikið til að sjá ykkur eftir tæpar 3 vikur :)