Lokasprettur

Fékk meistararitgerðina til baka í gær frá Svíþjóð eftir fyrstu yfirferð. Kennarinn er sammála mér í því að þetta á eftir að hafast hjá mér. Þarf reyndar að bæta miklu við umræðukaflann enda var ég ekki búinn með hann þegar ég sendi uppkastið. Annars hef ég ekki miklar áhyggjur af þessu, ég er kominn svo langt á veg með stykkið að ég fell ekki úr þessu.

Tvær vikur í fyrirlestur sem ég er varla byrjaður að undirbúa. Ég hlakka mikið til 21. ágúst, þegar þessu verður öllu saman lokið. Það sem af er þessu ári hefur verið mikið puð, bæði með Ara og þetta lokaverkefni. Þegar þessu verður lokið á ég eftir að svífa á rósrauðum skýjum í einhvern tíma, kannski það sem eftir er.

Þekki marga sem hafa staðnað í sínu námi og aldrei lokið því, yfirleitt er ritgerðin eftir. Ég er feginn að hafa haft þetta af hér í Mexíkó, það var ekki svo auðvelt að ganga inn í hlutina hér.

Lokað er fyrir andsvör.