Meistaraprófsfyrirlestur

Langt orð í fyrirsögn, mjög alvöruþrungið. Líklega mun þessi gjörningur fara fram 21. ágúst næstkomandi. Sá mun vera í beinni útsendingu frá Mexíkóborg til Skövde og ég var að átta mig á því að sökum tímamismunar mun ég hefja mál mitt klukkan þrjú að morgni til. Einhvern veginn efast ég um að ég muni hljóma gáfulega í þessum fyrirlestri.

3 andsvör við “Meistaraprófsfyrirlestur”

  1. Óli

    Verður þetta ekki „live“ á kommunan.is/larus líka?

  2. Lalli

    Ég er ekki alveg svo tæknivæddur.

  3. Davíð

    Alvaran nálgast.