Hitinn

Það er oft verið að spyrja mig hvort að ég sé ekki að kafna úr hita hér í Mexíkó. Því fer reyndar fjarri. Staðreyndin er sú að Mexíkóborg er í um 2240 metra hæð yfir sjávarmáli og væri því undir jökli heima á Íslandi. Hitinn hérna er því vel þolanlegur, t.d. í dag er 18°C hiti og í gær var hann um 16°C. Það er reyndar í lægri kantinum því stundum rýkur hann yfir 30°C en það gerist ekki oft. Líka hefur rignt mikið síðustu daga sem lækkar skiljanlega hitatölurnar.

Hinsvegar niðri á sléttunum og við ströndina er hitinn oft mikill, fer upp í 40°C af og til. Ég er feginn að búa á fjöllum í þessu loftslagi.

Lokað er fyrir andsvör.