Búmm Tsjagga Búmm Búmm Búmm

Árið 1993 gáfu Skriðjöklar út plötuna Búmm Tsjagga Búmm sem innihélt m.a. lagið „Bíllinn minn og ég“. Það lag var mikið raulað á sínum tíma enda grípandi melódía þar á ferð. Nú hef ég gert þá merku uppgötvun að þetta lag má líka heyra hér í Mexíkó og fólk hér þekkir það vel. Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að Skriðjöklarnir höfðu samið þetta lag en þá fengu þeir þetta bara að láni. Veit reyndar ekki nákvæmlega hver uppruni lagsins er, fróðir menn geta sett athugasemd þess efnis í kerfið.

Tsjagga Tsjagga Tsjagga Tsjagga Tsjagga Ta! Tsjagga Tsjagga Tsjagga Tsjagga Tsjagga Ta! o.s.frv.

Ég vona að Teitur skilji þessa færslu.

4 andsvör við “Búmm Tsjagga Búmm Búmm Búmm”

 1. Teitur

  Þetta eru tvímælalaust þín bestu skrif.

 2. Birgir Baldursson

  Þorvaldur Halldórsson flutti þetta lag og texta löngu fyrir tíð Skriðjökla, einhvern tíma in ðe seventís.

 3. Stína

  Ég á þetta lag á einhverjum latinódisk sem ég fjárfesti í þegar ég fór til Kúbu. Heitir reyndar „Dagga dagga dagga dagga dagga daaaaa“ í mínum huga og er lagið hennar Dagnýjar, eitt af nokkrum lögum hennar :)

 4. Sverrir Aðalsteinn

  KK samdi lag sem hét „búmm tsjagga“, eða eitthvað svoleiðis, og það var einmitt um stuld á tónlist