Birtir til

Það er þungu fargi af manni létt eftir að ég skilaði af mér uppkastinu að lokaritgerðinni. Verkefnið sem slíkt er því mjög langt komið. Núna þarf ég að klára einn þátt rannsóknanna og bæta þeim niðurstöðum við meistarstykkið. Snurfusa ritgerðina hér og þar og halda einn fyrirlestur í gegnum Netið í ágúst.

Ég er því kátur þessa dagana. Get farið að eyða tíma mínum í vitleysu á ný eins og blogg.

Lokað er fyrir andsvör.