Í dag

Í dag mun ég framkvæma risavaxið real-time PCR með fullt af sýnum. Ef niðurstöðurnar verða jákvæðar er kominn ágætis grunnur fyrir birtingarhæfa grein í ritrýndu vísindariti. Ef ekki þá verður meistaraprófsfyrirlestur minn frekar bragðdaufur.

Annars er farið að sjá fyrir endann á þessu meistaranámi. Ég á að skila af mér einni ritgerð á fimmtudaginn í næstu viku. Þá er ekkert eftir nema vörn og leiðrétta ritgerðina ef þess gerist þörf.

Ég verð afar feginn þegar að þetta er búið. Ein ábending til þeirra sem hyggjast stunda meistaranám, ekki gera það samhliða því að annast ungbarn. Það er bara ekki sniðugt.

Lokað er fyrir andsvör.