Áfangasigur

Fékk síðustu einkunnina í dag úr prófinu sem ég tók hér í Mexíkó. Það steinlá og ég hef því lokið þessum átta kúrsum sem ég þurfti að taka í meistaranáminu. Það lítur út fyrir það í augnablikinu að ég eigi aldrei aftur að taka fleiri kúrsa eða fleiri próf. Húrra fyrir því!

5 andsvör við “Áfangasigur”

 1. Ásgeir H

  Rosalega ertu annars duglegur að netvæða Mexíkóborg.

 2. Auður Lilja

  Til hamingju! Áttu þá bara eftir ritgerð?

 3. Jón Óskar

  Til hamingju með það kall;)

 4. Lalli

  Jamm, lokaverkefni og ritgerð sem á að klárast í byrjun júlí. :þ

 5. Kristín Gróa

  Til hamingju með þetta Lárus minn, það er mikil sæla að lífa próflausu lífi!