Biðstaða

Nú er biðstaða í verkefninu mínu, er að bíða eftir niðurstöðum DNA raðgreininga áður en ég get haldið áfram. Ég mæti samt á labbann og reyni að sanka að mér heimildum fyrir meistararitgerðina. Það gengur samt frekar hægt, það er ekki kominn tími til að skrifa. Ég hef því hangið ótæpilega mikið á Netinu undanfarið. Það er ekki hollt fyrir mann, of mikið framboð af misáhugaverðu efni.

Ég hef annars lært það undanfarið að taka því passlega trúanlega þegar framsóknarmaður segist hafa öruggar heimildir fyrir einhverju.

Fyrstu drög af upphafsorðum ritgerðarinnar:

Because of higher life expectancy and better dental care in recent times, resulting in preservation of the dental structures to an older age, periodontal diseases are gradually becoming the most prevalent disease in dental healthcare and constitute a global health problem (Barmes, 2000).

Lokað er fyrir andsvör.