Kominn í UNAM

Byrjaði í dag hér í UNAM og eins og sannur græningi tók ég neðanjarðarlestina hingað. Það höfðu margir varað mig við þeim samgönguhætti en það var fyrir mér mjög þægileg og fljótleg leið. Mun betra en að sitja fastur í bílateppunni hér auk þess sem ég rata ekki í skólann hvort eð er. Það kostar tólf íslenskar krónur að taka neðanjarðarlestina og hægt er að fara hvert sem er og skipta um lest fyrir þann pening.

Fyrstu tvær vikurnar í verkefninu eiga að fara í skipulagningu og áætlunagerð að hætti Svía. Mér hefur verið úthlutað borði og nettengingu hér á labbanum og nú sit ég og reyni að plana eitthvað stórfenglegt.

Lokað er fyrir andsvör.