Síðasta próf ævinnar?

Í dag fór ég og tók próf frá Háskólanum í Skövde hér í Mexíkóborg. Þrátt fyrir slakan undirbúning vegna svefnleysis og anna vegna barneigna þá komst ég stórslysalaust frá þessu. Þetta próf var upphaflega sett á 3. janúar en ég hafði ekki nennu í mér til að bíða eftir því í kuldanum og kvenmannsleysinu í Svíþjóð.

Það er mikill léttir að vera búinn með þetta próf. Ég hugsa að þetta verði síðasta prófið sem ég tek það sem eftir er og feginn er ég. Ef djöfullinn væri til þá væru próf ein af uppfinningum hans.

Svo er ég á leiðinni á labbann í UNAM 1. mars. Það verður nú eitthvað.

2 andsvör við “Síðasta próf ævinnar?”

  1. Gógó

    Guð minn góður hvað þið eigið sætann lítinn strák :)

    Ég veit það er ansi seint hjá mér, en ég óska ykkur innilega til hamingju! :)

    Kær kveðja, Gógó

  2. Lalli

    Takk fyrir það Gógó mín. :)