Litið á nýja skólann

Fór í dag með Anel og Ara til að líta á nýja skólann minn, rannsóknardeild tannlækninga við UNAM, einn stærsta háskóla í heimi. Háskólinn sjálfur er bæjarfélag út af fyrir sig og umhverfið þar er mjög notalegt. Allt í kringum háskólann er skógi vaxið, það er eins og maður sé kominn út úr borginni þegar komið er inn í háskólabæinn. Allt er rólegra, húsin líta mun betur út en gerist og gengur í borginni og loftið er frískara. Ólympíuleikvangurinn er einnig á þessu svæði.

Hitti prófessorinn og tvo aðstoðarmenn hans, þeir reyndust vera eiturhressir og ætla að redda öllu fyrir mig að eigin sögn. Þarf að taka eitt próf frá Skövde í næstu viku og svo byrjar ballið. Meistaraverkefnið mun ekki taka svo langan tíma, ég á að vera búinn að skila af mér ritgerðinni í byrjun júlí. Það er eins gott að það klúðrist ekki margt á labbanum, annars fell ég á tíma.

Annars er ég í engu stuði til að læra fyrir síðasta prófið, vona að það reddist einhvern veginn.

Lokað er fyrir andsvör.