Eilíf sól

Líklega ræða Mexíkanar um veðrið á annan hátt en Íslendingar. Hér er alltaf sól og u.þ.b. 25°-30°C, tek það fram að hér er hávetur. Breytingar eru fátíðar og því ekkert til að tala um. Ég spurði Anel hvort að það rigndi aldrei hérna í þessu landi. Jú það rignir í júlí var svarið, stundum í febrúar og kannski í mars. Þar sem ég er núna er allt iðjagrænt, pálmatrén svigna í golunni undir bláum himni. Í fjarska rísa tignarleg fjöll, ég saknaði fjallana þegar ég var í flatneskjunni Svíþjóð. Hér er ástandið mun betra.

Eitt andsvar við “Eilíf sól”

  1. Elías Jón

    Já, það er nokkuð ljóst að ef þig skortir umræðuefni þarna þá er ekki hægt að treysta á veðrið.