Sjúkur

Lenti í þeirri lífsreynslu áðan að kennarinn sendi mig heim út tíma. Ég var ekki óþekkur heldur lít ég frekar veiklulega út í dag, einhver uppköst og læti. Líklega hef ég smitast af því sama og Gulli, en ég leit við heima hjá honum í gær. Það er einhver pest dauðans að ganga hér yfir, heyrði það áðan að fleiri en ég liggja heima.

Í dag átti ég að halda part úr fyrirlestri auk þess að gera qPCR en það verður lítið úr því. Ég man ekki hvenær ég var veikur síðast, held að það hafi verið smá kvef í apríl og svo Afríkuveikin ógurlega í janúar. Vona að þetta gangi yfir fljótt.

Lokað er fyrir andsvör.