Fyrirlesarinn veikur

Reif mig á fætur áðan til að mæta í fyrirlestur en nú brá svo við að kennarinn var veikur. Kannski er það góðu heilbrigðiskerfi að þakka en ég man ekki eftir því að þetta hafi komið fyrir mig áður í þessum skóla hér í Svíþjóð.

Núna er of snemmt til að fara að læra eða snæða hádegismat og ég bý of langt frá skólanum til að ég geti farið aftur heim og lagt mig. Ætli maður dundi sér ekki á Netinu þangað til að ég get fengið einhvern mat hérna á svæðinu.

Eitt andsvar við “Fyrirlesarinn veikur”

  1. Ásgeir H

    Ég minnist þess eiginlega aldrei að kennararnir mínir í Háskóla hafi orðið veikir, þeir virðast miklu heilsuhraustari en menntaskóla- og grunnskólakennararnir sem ég hafði. Mig grunar að ástæðan sé að samanlagðar bölbænir þreyttra og syfjaðra unglinga sem vilja fá að sofa lengur sé ástæðan, þegar maður er kominn í Háskóla og laus við mætingarskyldu þá mætir maður ekki í tíma nema maður vilji mæta í tíma. Sumsé, mætingarskylda er slæm fyrir heilsuna!