Archive for maí, 2006

Aftur próf

Nú á ég víst að mæta í próf í fyrramálið. Ég hef ekki haft nægan tíma til að undirbúa mig og sá tími sem ég hef haft hefur að mestu farið í það að góna út í loftið. Það er svo lítil pressa á manni, hægt er að taka endurupptökuprófið í ágúst sem ég hugsa að ég geri bara.

Svo þarf ég að gera skýrslu og skila henni fyrir fjórða júní og þá er ég frjáls maður í bili.

Heimkoma 7. júní kl 22:30. Hver vill fá karton af sígarettum?

Fótboltaáhugamenn athugið

Hér er alíslenskur HM leikur fyrir boltaglápara sumarins.

Björtu hliðarnar

Það er ekki alslæmt að ExBé og Íhaldið hafi náð Reykjavíkurborg. T.d. verður gaman að rifja upp með reglulegu millibili kosningaloforð ExBé og hvernig þau verða svikin. Öruggt verður að Reykjavíkurflugvöllur verður fluttur. Vonandi fer hann til Keflavíkur því ef eyða á stórfé í uppbyggingu nýs flugvallar þá er betra að hafa hann þar sem hann er.

Þingkosningarnar á næsta ári verða örugglega ekki ExBé í hag, sama hversu þeir auglýsa. Tala nú ekki um næstu sveitarstjórnarkosningar 2010 þegar flokkurinn gæti þurrkast út í Reykjavík og Kópavogi. Þá verður nú gaman.

Orð dagsins

Ég kveð borgarstjórn Reykjavíkur sáttur við niðurstöðuna í kosningunum í dag. Markmið mitt með framboði til borgarstjórnar árið 2002 var að fella meirihluta R-listans – hann er splundraður og úr sögunni og Samfylkingunni hefur mistekist að ná 30% markinu í Reykjavík til staðfestingar á því, að flokkurinn sé kominn í meistaradeildina.

Það þarf ekki einu sinni að hlekkja í þennan afburðamann sem splundrar flokkum hægri vinstri.

Recombinant DNA technology

Þarf að mæta í próf á morgun í einhverju sem kallast Recombinant DNA technology. Hef afrekað það í þessum kúrsi að lesa bókstaflega alla kennslubókina, sem gerist nú ekki oft hjá mér. Vona að ég komist klakklaust í gegnum þetta og fari ekki að rugla PAC við BAC eins og ég geri alltaf. Hins vegar er ekki hægt að ruglast á YAC og HAC sem betur fer.

Vonandi verður spurt um kindina Dolly. Ég las þann kafla, Engineering animals, með athygli. Svo veit ég núna líka hvernig vísindamenn fóru að því að láta tómata endast lengur í hillum matvörubúða. Vísindin þekkja engin takmörk!

Kosningar búnar

Sáttur við þessi úrslit. VG í sókn, Framsókn geldur afhroð. Turnarnir tveir nokkuð stöðugir í heildina séð. Frjálslyndir aðeins að bæta við sig. Í nýja sveitarfélaginu Borgarbyggð fengu flokkarnir þrjá menn hvert framboð.

Annars hef ég hvergi fundið úrslitin fyrir Eyja- og Miklaholtshrepp. Er eitthvað samsæri í gangi um að halda úrslitunum leyndum?

Kolbeinsstaðahreppur hverfur

Í dag verður kosið í sveitinni heima í nýju sveitarfélagi sem verður til með sameiningu Hvítársíðuhrepps, Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar og loks míns gamla Kolbeinsstaðahrepps. Þar geta kjósendur nú kosið um framboðslista til sveitarstjórnar. Þetta gæti verið í fyrsta sinn í sögunni sem það gerist, hef ekki framkvæmt sagnfræðilega úttekt á því enda ekki með tilskylda menntun á því sviði.

Kolhreppingar geta nú valið á milli framboða Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Borgarflokksins sem er samkrull VG, Samfó og óháðra. Ég held að í Kolbeinsstaðahreppi eigi Framsóknarflokkurinn eftir að fara með sigur af hólmi enda með tvo Kolhreppinga innanborðs á móti einum hjá Sjálfstæðisflokknum og Borgarflokknum. Svoleiðis er pólitíkin í sveitinni. Það er nú ágætt að ná tveimur inn á framboðslista þar sem íbúar Kolbeinsstaðahrepps eru rétt tæplega 3% af heildaríbúafjölda hins nýja sveitarfélags og ættu því einungis (samkvæmt hrárri tölfræði) að ná hálfum frambjóðenda á hverjum lista.

Ef ég hefði verið á kjörskrá þarna vestra þá kysi ég nú Finnboga Rögnvalds hjá Borgarflokknum, fyrrverandi kennara minn úr FVA. Treysti jarðfræðingum óhikað til pólitískrar forystu.

Það er hægt að sjá nýja sveitarfélagið með því að smella hér. Myndin er tekin <a href=““http://sameining.is/default.asp?sid_id=16594&tre_rod=006|&tId=1″>héðan. Skorradalur felldi sameininguna í kosningunum og verður því ekki með að sinni. Líklega er það ágætt því Skorrdælingar þrífast illa í samfélagi við venjulegt fólk.

Einnig á að kjósa um nýtt nafn á sveitarfélaginu. Valið stendur víst heima um Borgarbyggð, Brákarbyggð, Mýrarbyggð og Sveitarfélagið Borgarfjörður. Þar sem að 75% íbúa hins nýja sveitarfélags búa nú þegar í Borgarbyggð þá er erfitt að sjá hvernig það gæti breyst. Líklega verður því nafni haldið áfram því hin eru ekki gæfuleg. Allavega ættu margir Borgfirðingar erfitt með að sætta sig við að búa í Mýrarbyggð!

Það er spurning um hvernig hinu nýja sveitarfélagi á eftir að reiða af. Líklega eiga bændurnir í sveitinni ekki eftir að finna til mikilla breytinga fyrst í stað. Sjáum til hvernig þetta verður í framtíðinni.

Mikill meirihluti

Kosningabarátta getur verið svo fyndin. Nú hafa ungir sjálfstæðismenn skilgreint 49% kjósenda sem „mikill meirihluti kjósenda„. Þurfa menn ekki að skríða yfir helming kjósenda til að hægt sé að tala um meirihluta? Hvað þá mikinn meirihluta.

Óheiðarleg Samfylking?

Ögmundur bendir á mjög vafasama auglýsingu frá Samfylkingunni þar sem því er haldið fram að hún sé eina framboðið sem vill ekki mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut og Miklubraut. Að segja vísvitandi ósatt er að ljúga, mér sýnist að kratarnir séu að gera það í þessu tilviki.

Samtal dagsins

Ég við hálf-finnskan meðleigjanda minn yfir hádegisverðinum, spurningin snerist um hvort að hún væri búin í skólanum eftir próf dagsins.
Ég:“So are you completely finished?“ Hálf-Finni:“No, just my mum…