Föstudagurinn góði

Hef lengi velt því fyrir mér hvers vegna föstudagurinn langi heitir föstudagurinn góði á enskri tungu. Gúglun leiðir ekkert öruggt í ljós, helst að um einhvers konar orðavíxl sé að ræða. Gods Friday hafi með tímanum orðið að Good Friday, ef einhver kann betri skýringu þá ber honum skylda til að tilkynna hana.

Annars skil ég ekki alla þá sorg sem umlykur þennan dag í kristinni trú. Jesú kallinn dó nú bara í þrjá daga og var svo sprellandi hress eftir það. Svo var það líka guðs vilji að hengja sjálfan sig upp á spýtukross og lafa þar í nokkra tíma til að bæta upp fyrir eplastuldinn forðum daga.

Hvet alla til að mæta á ólöglega kvikmyndasýningu Vantrúar í dag í Snarrót. Held að það sé kominn tími til að breyta þessum forneskjulegu lögum um helgidagafrið. T.d. væri ágæt lausn að hver gæti fengið nokkra sérstaka helgifrídaga til að ráðstafa sínum helgidögum eftir trúarbrögðum. Það ætti ekki að vera svo erfitt í framkvæmd.

4 andsvör við “Föstudagurinn góði”

 1. Óli Gneisti

  Mitt gisk er orðavíxlið, það hefur allavega orðið í öðrum tilfellum.

 2. Gógó

  Sammála þér með þessa frídaga!

 3. Hjalti

  „Good Friday c.1290, from good in sense of „holy“ (e.g. the good book „the Bible,“ 1896), also, esp. of holy days or seasons observed by the church (c.1420); it was also applied to Christmas and Shrove Tuesday.“

  Online Etymology Dictionary

  Það er líka rangt að Jesús hafi verið dáinn „bara í þrjá daga“. Hann deyr um kl. 3 á föstudegi og er risinn upp við mjög snemma á sunnudegi (kannski ~7). Það eru 2 nætur og 1,5 dagur.

 4. Lalli

  Hmm, það þarf þá að breyta orðalagi trúarjátningarinnar í „…reis eftir einn og hálfan dag aftur upp frá dauðum…“.