Úgasaga

Ekki vissi ég að úgasaga-lagið væri með Tom Jones. Það þótti nú skemmtilegt í den.

4 andsvör við “Úgasaga”

 1. Kristín

  Öhhh ef þú ert að tala um „Hooked on a feeling“ þá er útgáfan með úgasaganu ekki með Tom Jones heldur Blue Swede. Lagið var upphaflega gefið út í flutningi B.J. Thomas og hefur verið gefið út af fleirum en ég veit ekki til þess að Tom Jones sé einn þeirra.

 2. Lalli

  Hmm, kannski hefur einhver merkt lagið vitlaust, fylgdi með Tom Jones pakka sem ég fékk af Netinu. :þ

  Annars kemur það ekki á óvart að ofur-tónlistarspekúlantinn Kristín skuli leiðrétta mig ;) Hvenær ætlar þú að blogga um tónlist sem ég hef einhvern tímann heyrt um?

 3. Kristín

  Hei maður verður nú að nota þau fáu tækifæri sem maður fær til að besservissast við þig ;)

  Ég held svo að ég eigi ekki eftir að blogga um tónlist sem þú hefur heyrt um fyrr en þú ferð að hlusta á meiri tónlist. Ég meina Bruce Springsteen er vissulega töff (og ég mun seint geta þakkað þér nægilega fyrir að hafa upplýst mig um gæði lagsins The River) en það er meira til þarna úti ;)

 4. Lalli

  Um daginn náði ég t.d. í Súkkat og nú hlusta ég ekki á annað. Það er eins alternative eins og ég get orðið ;) Mátt blogga um Súkkat.