Archive for mars, 2006

Fyrripartur

Botnið nú þetta.

Barst að utan boðin góð Bush vill þotur flytja

Styrkt atvinna

Búinn að fá tvö nokkurs konar tilboð um vinnu í sumar. Þau eru bæði háð því að styrkur fáist til rannsókna, vona að minnsta kosti annað verkefnið fái nú styrk svo ég geti unnið við hávísindalegar rannsóknir næsta sumar. Langar ekkert sérstaklega að endurvekja kynnin við minn innri verkamann, hann má liggja í láginni fyrir mér.

Þýtt af hugsjón

Það gleður mig að sjá að ungir hugsjónamenn eru ekki einungis sannir málsvarar frjálslyndis heldur líka liðtækir þýðendur. Eða hvað?

Var femte student är fattig i Sverige

Ein af forsíðufréttunum í Dagens Nyheter í dag er að fimmti hver námsmaður í Svíþjóð er fátækur og hlutfallið hefur hækkað ört undanfarin ár. Ég velti því fyrir mér við þessa lesningu hvernig hlutfallið er heima á Íslandi, geri ráð fyrir því að það sé allnokkuð hærra.

Skólinn byrjaður

Eftir helgi sem varð ekki jafn skemmtileg og til stóð hófst seinna tímabil annarinnar í gær. Mætti ég í fyrstu fyrirlestrana í Örveruerfðafræði og Erfðatækni í gær og fékk hálfgert áfall, það verður nóg að gera næstu mánuðina.

Örveruerfðafræðin er kennd samkvæmt einhverju sem kallast „problem based learning“, held ég að það hafi verið kallað. Það fer víst fram þannig að haldnar eru málstofur, þar fer fram „brainstorming“ þar sem allt sem tengist ákveðnum sjúkdómi er skrifað niður á töfluna og spurningar um hvað er það helsta sem er óþekkt í tengslum við sjúkdóminn búnar til. Þeir sem hafa horft á House vita hvað hér er á ferð. Síðan eigum við að leita að nýjustu upplýsingunum í vísindagreinum.

Þetta hljómar reyndar áhugavert til að byrja með, sjáum til hvernig þetta verður. Síðan í Erfðatækninni verða fleiri málstofur, fyrirlestrar og verklegt og ég veit ekki hvað og hvað. Síðustu tvo mánuðina hef ég verið í einum grunnkúrs sem ég hafði reyndar setið heima að hluta til. Nú verður meira að gera.

Lexían

Lærdómur helgarinnar; ekki borða matinn sem þú gleymdir yfir nótt á eldhúsborðinu. Aldrei aftur allavega.

Tónlist og minningar

Eins og ákveðinn ilmur vekur oft upp minningar þá á það sama við um tónlist, að minnsta kosti hjá mér. Oft þegar maður heyrir eitthvað lag þá er maður undireins kominn á annan stað í öðrum tíma. Sum lög eru líka fasttengd við ákveðnar persónur, heyrði t.d. lag um daginn sem ég hafði ekki heyrt mjög lengi og fór þá að hugsa um stúlku sem ég var eiginlega búin að gleyma að væri til.

Fyrir þetta tímabil sem nú stendur yfir hjá mér eru nokkur lög sem verða örugglega tengd því í framtíðinni. Það sem stendur uppúr verður þó líklega Hung up með Madonnu. Lag sem er alltaf spilað á öllum skemmtistöðum og er reyndar ágætis partýlag verð ég að viðurkenna. Kannski það verður spilað á Bogrens í kvöld. Ég er frjáls frá skýrslunni þannig að nú er það laugardagsstemmarinn, indverskt pre-partý, sænskt ammæli og svo eitthvað meir.

Time goes by so slowly Time goes by so slowly

Atvinna

Hvar á maður svo að vinna í sumar? Gamla sumarvinnan mín er víst ekki í boði að sinni.

Skýrslugerðir eru hreinasta hátíð miðað við atvinnuleit, það leiðinlegasta sem ég veit um.

Skatturinn

Var að skila af mér skattframtalinu. Niðurstöður þess voru í stuttu máli þær að ég á ekkert, hef litlar sem engar tekjur og skulda alveg helling. Vont mál.

Kaupmannahöfn um helgina?

Ætlaði mér til Kaupmannahafnar um helgina en sit fastur í skýrslugerð. Vona að ég hafi það af að brenna til Köben á föstudaginn, sjáum til með það. Annars fer ég þar næstu helgi. Maður verður nú að heimsækja Davíð meðan við erum báðir hérna úti.

Skýrslan ber hið smekklega heiti „Cloning of export signals by in vivo gene fusions using bla (β-lactamase) as a reporter gene“ og er jafn leiðinleg og titill hennar gefur til kynna. Verst er þó að þetta er skýrsla um verklegar æfingar sem engin niðurstaða fékkst í. Þannig að bæði þarf ég að skrifa um leiðinlega hluti auk þeirrar niðurlægingar að tilraunin fór út um þúfur og við þurfum að skýra frá því í smáatriðum. Usch.