Archive for febrúar, 2006

En liten historia

Ett par från Malmö satt och åt frukost på ett hotell, och där satt också ett par från England och ett par från USA. De hörde först engelsmannen säga: Can you pass me the sugar,sugar!? Det var fyndigt tänkte skåningen. Sen hörde de amerikanen säga: Can you give me the honey, honey!? Skåningen tänkte att detta var genialt. Han försökte tänka ut något liknande att säga till sin fru. Till slut kom det: Kan du ge mig mjölken, kossa!?

Ég og Jack

Því er haldið fram hér á Hasslum að ég líkist Jack Nicholson. Það er ekki leiðum að líkjast.

Öðruvísi mér áður brá

Af heimasíðu Röskvu.

Fyrsti fundur nýs Stúdentaráðs Háskóla Íslands var haldinn í dag. Samstarfi Röskvu og Vöku hefur verið komið á og Stúdentaráð er því sameinað. Með samstarfinu búa fylkingarnar til öflugt Stúdentaráð sem nýtur stuðnings tæplega 90% kjósenda. Með því að sameina krafta fylkinganna skapast möguleikar á að gera enn fleiri og betri hluti en áður hafa verið gerðir í Stúdentaráði. Mikið af fólki starfar innan fylkinganna og með því að virkja fjöldann er von á góðu.

Af heimasíðu Vöku.

Á skiptafundi Stúdentaráðs í dag var kjörinn nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Vökuliðinn Sigurður Örn Hilmarsson var einróma kjörinn formaður en sú sögulega stund hefur nú runnið upp í Stúdentaráði að Vaka og Röskva munu hafa með sér samstarf á komandi starfsár. … Vaka fagnar þessu samkomulagi og vonum svo sannarlega að samstarfið verði farsælt! Til þess eru allar forsendur, enda fylkingarnar samanlagt með stuðning um 90% kjósenda.

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.

Tvær þýðingar

Ég var að birta tvær þýðingar á Vantrú sem ég er búinn að bögglast með síðan um jólin, um vísindi og gervivísindi af The Skeptic’s Dictionary. Að þýða svona texta getur tekið nokkuð á en ég er nokkuð sáttur við útkomuna. Þurfti að smíða nokkur nýyrði fyrir þá seinni, fyrir ýmis furðufræði eins og ennishrukkufræði (e. metoposcopy) og andlitslestur (e. physiognomy).

Spurning hvort að maður fái á sig gagnrýni núna fyrir níðast á fólki sem aðhyllist höfuðlagsfræði og svæðanudd.

Úr klakabrynju

Svo virðist sem að Kommúnan sé að rísa á ný með hækkandi sól. Grein um skopmyndamálið mikla í dag.

Margt skrítið

Ég veit ekki afhverju það brast á danspartý hér í Hasslum í gærkvöldi upp úr þurru. Ég veit ekki afhverju allir fóru í vatnsslag bara afþví. Ég veit ekki afhverju pólska stelpan fór í bikini og hljóp um meðan við blöstuðum þemalaginu úr Strandvörðum. Margt skrítið gerist hér í Hasslum sem ekki er gott að útskýra.

Mér dettur helst í hug að það hafi verið of mikill sykur í eftirréttinum sem Thomas bjó til. Allavega voru engin vímuefni höfð um hönd enda sunnudagur.

Bætti við nokkrum myndum á myndasíðuna frá þessu kvöldi. Þær eru reyndar mjög ritskoðaðar svo að þær verði ekki notaðar gegn forsetaframboði mínu í framtíðinni.

Töff skíðaíþróttir

Einn Þjóðverjinn hélt því fram í gær yfir Ólympíuleikaglápinu að curling væri komið frá Norðurlöndunum. Ég trúði honum ekki enda ómögulegt að Norðurlandabúar gætu fundið upp svona kjánalega íþrótt. Wikipedia heldur því fram að curling sé komið frá Skotlandi, ég ætla að halda mig við þá söguskýringu. Allar töff íþróttirnar, eins og skíðaskotfimi og skíðastökk eru hins vegar norrænar.

Gaurinn frá Indónesíu er alveg gáttaður yfir því hvað það er til mikið af vetraríþróttum. Merkilegt hvernig hægt er að nota frosið vatn í margt skemmtilegt.

Helgarrokk

Boðinn í partý í kvöld og annað kvöld, svona á þetta að vera! Reyndar er partýið í kvöld heima hjá mér þannig að engin þurfti að bjóða mér en hvað um það. Ég er kátur.

Meira um skrípó

Athyglisverð grein á Friðarvefnum um Múhameð-skrípóið, skrifuð af Dananum Jan Øberg.

Össur í Afríku

Það er gaman að lesa Afríkubloggið hans Össurar frá Togo, finnst ég vera aðeins tengdari þessari heimsálfu núna. Þrátt fyrir að maður viti að Togo á vesturströndinni er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá A-Afríku þá þykist maður þekkja þetta aðeins betur núna. Líklega er það sjálfsblekking.