Archive for janúar, 2006
Nýtt nám
Fékk í dag formlega inngöngu í M.Sc. nám í sameindalíffræði og fæ kannski að sleppa öðrum inngangskúrsinum þar sem ég er svo geypilega vel menntaður maður. Áætluð námslok mun vera júní 2007. Það er ágætt að vera kominn með það á hreint.
Heimsmynd rústað
Nýja pólska stelpan hér í Hasslum hafði áhuga á því í hvaða stjörnumerki ég væri fæddur. Umræðurnar sem af því leiddu urðu til þess að ég sótti tölvuna mína og athugaði í Starry Night hvert væri hið raunverulega stjörnumerki hennar. Eins og oft gerist kom í ljós að það var annað en gefið er upp í hinum hefðbundu stjörnumerkaspám. Ég held að heimsmynd hennar hafi skaddast varanlega. Það er náttúrulega hrikalegt að vera steingeit alla ævi og vakna svo upp við það að vera bogmaður, breytir öllu.
Myndir af Múhameð
Sama hvaða trú þeir aðhyllast þá eru bókstafstrúarmenn einhvert það fyrirlitslegasta hyski sem ég veit um. Tökum sem dæmi þessa vitleysingja sem eru að missa sig yfir því að danskt dagblað birti skopmyndir af Múhameð spámanni. Það nýjasta er að herskáir múslimar vilja alla Norðurlandabúa burt af Gaza, fyrir þetta guðlast. Í raun er þessu fólki vorkunn fyrir að vera fast í heimi forneskjulegra hindurvitna og fáfræði.
Svipað er uppi á teningnum hjá mér gagnvart fólki sem vill taka upp kennslu í vitrænni hönnum sem „valmöguleika“ gegn náttúrulegri þróun lífheimsins. Ég skil ekki hvernig sæmilega greindu fólki getur dottið önnur eins dómadags vitleysa í hug. Skilgreina á vísindin upp á nýtt til að sefa trúarofsa Biblíunöttaranna, frábært. Næstu skref verða svo að taka upp kennslu í blóðtökum í læknisfræði sem „valmöguleika“ og gullgerðarlist í efnafræði, að sjálfsögðu. Hver á að hafa einkaleyfi á sannleikanum?
Gagnvart svona fólki hef ég enga samúð eða umburðarlyndi. Ég get ekki sýnt svona heimskulegum skoðunum nokkra virðingu, því miður. Mér finnst það annars skrítið hversu fólk er feimið við að gagnrýna trúarskoðanir af þessum toga, eins og það megi ekki gagnrýna trú fólks. Trúarnöttarar þurfa virkilega að heyra það að skoðanir þeirra eru rangar. Þær byggðar á veruleikafirringu og óráðshjali fornmanna frá því á bronsöld og þeir ættu virkilega að reyna losa sig undan þessum ranghugmyndum, því fyrr því betra.
Meðfylgjandi er svo mynd af Múhameð spámanni í nafni tjáningarfrelsisins.
Gott fólk
Ég bý með góðu fólki. Það eldar fyrir mig mat og fer í búðina fyrir mig meðan á veikindunum stendur. Mikið er maður nú heppinn.
Hins vegar er það mínus að þetta góða fólk ætlar að halda ærlegt sukkpartý í kvöld þar sem ég verð fjarri góðu gamni. Líklega mun ég halda mig á setustofunni á annarri hæð, það er víst komið óhemju mikið af nýjum sjónvarpsstöðvum inn. Ætli maður skoði það ekki meðan skríllinn skemmtir sér.
Nýjar lífsreynslur
Ég hef prófað marga hluti í fyrsta skiptið síðastliðna daga. Það sem stendur uppúr er eftirfarandi:
Ég er allavega kominn heim og er lítið hress þessa dagana. Afríka er hættuleg heimsálfa. Næsta ferðalag sem ég fer í verður í mesta lagi til Færeyja.
Fyrir utan allt þetta þá var ferðin í heildina séð fín. Minna kæruleysi hefði vafalaust komið í veg fyrir þessi veikindi. Maður lærir vonandi af reynslunni.
Out of Africa
Ég er kominn aftur heim til Skövde eftir þessa miklu Afríkureisu. Er eiginlega enn að melta þetta allt saman. Segi frá þessari ferð betur síðar þegar ég hef jafnað mig.
Jambo
Hvað er hægt að segja um Kenýa? Ég veit hreinlega ekki hvar ég ætti að byrja. Gresjurnar, dýralífið, gylltar strendur, mannlífið, Nairobi, menningin….. Hreinlega of mikið verk að gera þessu öllu einhver skil. Ég ætla þó að skrifa örlítið um þessa Afríkuferð mína.