Archive for nóvember, 2005

Larusson fær birta grein

Sumir dagar eru betri en aðrir. Þrátt fyrir að mestur hluti þessa dags hafi farið í glímu við Java sem gaf lítið af sér þá var þetta góður dagur. Ég fékk þá tilkynningu í dag að á næsta ári verður birt grein í ritrýndu vísindariti sem ég er annar höfundur að af þremur. Óneitanlega er þetta manni mikil hvatning til að halda áfram í þessu námi núna þegar maður sér einhvern áþreifanlegan árangur.

Til nánari skýringar er þetta afrakstur þriggja eininga verkefnis míns sem ég vann við síðasta haust, auk fleiri rannsókna á mæði-visnu veirunni sem mínir gömlu mentorar hafa unnið að undanfarið. Greinin verður birt í alþjóðlegu tímariti í veirufræði sem heitir Archives in Virology sem er samkvæmt skilgreiningu Official Journal of the Virology Division of the International Union of Microbiological Societies.

Larusson er semsagt mættur til leiks í vísindasamfélaginu. Ég neita því ekki, ég er frekar montinn í dag og verð það næstu daga.

The Demon-Hunted World

Á Leifsstöð í ágúst, þegar ég beið eftir vélinni til Kaupmannahafnar, þá byrjaði ég að lesa bókina The Demon-Hunted World eftir Carl Sagan. Nú í gær náði ég loksins að klára hana. Ekki það að hún hafi verið leiðinleg heldur hef ég verið einstaklega upptekinn undanfarna mánuði.

Bókin er mjög góð, verð ég að segja. Hún er skrifuð í fyrstu persónu af Sagan og eru hans vangaveltur um heiminn, efahyggju og verðmæti vísindanna fyrir okkur öll. Þá er hann ekki að meina niðurstöður og afrek vísindanna beint, heldur aðferðafræði þeirra til að skilja heiminn.

Ein tilvitnun úr bókinni finnst mér vera viðeigandi á okkar dögum en bókin kom fyrst út 1996, skömmu fyrir andlát Sagans.

„In our time, with total fabrication of realistic stills, motion pictures, and videotapes technologically within reach, with television in every home, and with critical thinking in decline, restructuring societal memories even without much attention from the secret police seems possible. What I’m imagining here is not that each of us has a budget of memories implanted in special therapeutic sessions by state-appointed psychiatrists, but rather that small numbers of people will have so much control over news stories. history books, and deeply affecting images as to work major changes in collective attitudes. We saw a pale echo of what is now possible in 1990-1991, when Saddam Hussein, the autocrat of Iraq, made a sudden transition in the American consciousness from an obscure near-ally – granted commodities, high technology, weaponry, and even satellite intelligence data – to a slavering monster menacing the world. I am not myself an admirer of Mr. Hussein, but it was striking how quickly he could be brought from someone almost no American had heard of into the incarnation of evil. These days the apparatus for generating indignation is busy elsewhere. How confident are we that the power to drive and determine public opinion will always reside in responsible hands?“

Nokkrum árum síðar sáum við það svo gerast aftur það sem Sagan minnist á. Eftir 11. september 2001 voru Írakar skyndilega orðin mikil ógn við heimsfriðinn, áttu endalausar birgðir af gjöreyðingarvopnum og hötuðust við hinn vestræna heim. Saddam varð að fjarlægja, annars áttum við öll eftir að farast fyrir hans hendi.

Þessa vitleysu fengu bandarísk stjórnvöld og fjölmiðlarnir svo fólkið til að trúa á. Hvað hefur síðan komið í ljós? Írakar áttu engin gjöreyðingarvopn, tengdust ekki hryðjuverkunum 11. september og voru ekkert á stríðsbuxunum enda aðframkomnir vegna langs viðskiptabanns. Segir sitt um hversu mikil áhrif fjórða valdið hefur.

Megas.is

Afhverju hefur enginn búið til vefsetrið Megas.is með öllum upplýsingum um kallinn?

Erfitt líf

Námið mitt á þessum seinni helmingi fyrra misseris er fáranlega uppbyggt. Ég er tveimur kúrsum (fyrir utan sænsku) og annar þeirra er inngangskúrs fyrir hinn! Þetta eru semsagt inngangskúrs fyrir Java-forritun og hinn snýst um algríma í lífupplýsingafræði. Sá seinni er mjög flókinn og torskilinn, jafnvel fyrir þá sem koma úr tölvunafræðunum, enda byggir hann á þungum tölfræði- og stærðfræðilíkönum. Það sem verra er það að öll verkefnin í honum byggja á Java-forritun fyrir lengra komna. Ég skil þess vegna EKKERT hvað er í gangi og ég veit ekki alveg hvernig ég á snúa mér í þessu.

Aldrei í mínu háskólanámi hef ég lent í öðru eins. Finnst þetta eiginlega hálf óréttlátt og gjörsamlega á skjön við lýsingu þessa mastersprógrams. Sé fram á það að ég verði að einangra mig frá umheiminum og læra Java-forritun nótt og dag til að eiga séns á því að ná þessum kúrsi.

Snjókast og borðtennis

Ég er nokkuð marinn eftir borðtennis kvöldsins þar sem ég þurfti að sýna ofurtilþrif og kasta mér á veggi eftir kúlunni.

Í kvöld var afmælispartý á efri hæðinni og eftir það var farið í snjókast úti á götu því fyrsti snjórinn féll í Skövde í kvöld. Einhvern veginn er ég krambúleraður á hægri hendi eftir það. En þetta var allt saman gaman.

Spurning um að fara að sofa þar sem ég á að mæta í tíma eftir fimm klukkutíma…

Partýtröll

<br/>
Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.<br/>

Partýtröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partýtröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur. (eeh nei, innskot LVL) <br/>Partýtröllið er vinsælt – eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partýtröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu. <br/>Þegar gamaninu slotar er partýgríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partýtröllið raunverulega er.<br/><br/> Hvaða tröll ert þú?

Vänern

Ég fór í góða ferð í gær og skoðaði bæinn Lidköpning og svo stærsta stöðuvatn Svíþjóðar, Vänern. Það mun vera um 5,655 km² og er það þriðja stærsta í Evrópu. Stærðin er slík að við sáum ekki yfir á bakkann hinu megin. Myndir eru væntanlegar á myndasíðuna innan tíðar.

Fnykur

Áðan þegar ég opnaði ísskápinn þá hélt ég um stund að það ætti eftir að líða yfir mig. Ástæðan var ferlegur óþefur, einhvers konar rotnunarlykt og ég gerði strax ráð fyrir að einhver matur væri að skemmast. Þegar málið var rannsakað nánar kom þó í ljós að rót daunsins voru franskir ofurostar sem Adeline kom með frá Frakklandi í gær. Skemmst er frá því að segja að sterkustu ostarnir eru núna geymdir úti í garði. Ég hef ekki lagt í að smakka þá kraftmestu ennþá en hinir runnu ljúft niður með frönsku rauðvíni að sjálfsögðu.

Annars endaði partýið í gær með því að einn franskur samleigjandi minn var keyrð heim í innkaupakerru vegna ölvunar, Finninn rústaði myndavélinni sinni og ég var tekinn upp á stafrænt myndband þar sem ég er að kenna Tyrkja og stelpu frá Bangladesh að syngja Krummi svaf í klettagjá.

Gott partý.

Ying-Yang partý

Í kvöld er ég að fara á Ying-Yang partý á stúdentapöbbnum. Þemað er svart og hvítt og þarna verður eitthvað sprell í gangi, karaoke, drykkjukeppnir og þetta hefðbundna. Ég er að hugsa um að skrópa í skólanum í fyrramálið, svona er maður illa innrættur.

Siðferðislegt álitamál

Ég er í dálítilli siðferðislegri kreppu þessa dagana. Veit ekki hvernig ég á að snúa mér í vissu máli. Er að hugsa um að humma það fram af mér og vona að það leysist af sjálfu sér. Það virkar alltaf.