Níu

Í dag bættust við tveir félagar í Kommúnuna, þau Drífa og Ásgeir. Nú erum við orðin níu en það var uppáhaldstala heiðinna manna. Ég er ánægður með þessa fjölgun en kynjahlutfallið mætti vera betra. Þótt að 3 konur á móti 6 körlum þætti eflaust bylting í mörgum samtökum þá er það ekki nógu gott. Þurfum a.m.k. þrjár konur í viðbót.

7 andsvör við “Níu”

 1. Matti

  Enga slaufusviga, dollaramerki eða push og chomp og hvað þetta heitir allt saman.

  Held þú ættir að skoða Python. Ég er nokkuð viss um að það hentar betur fyrir byrjendur í forritun en Perl sem getur verið óttalegt torf.

 2. Kristín

  Já en Lalli þegar þú ert að forrita þá ertu að segja forritinu „reiknaðu þetta, finndu þetta og ekkert múður“… vandamálið er kannski bara að þú ert ekki orðinn nógu sleipur í tungumálinu sem forritið talar. So to speak ;)

 3. Lalli

  Takk fyrir það Matti en kúrsinn okkar tekur Perl fyrir vegna þess að það er aðalforritunarmálið í lífupplýsingafræði.

  Og jú Kristín þetta er alveg rétt hjá þér, langaði bara að nöldra aðeins, er fastur í verkefni sem ég er ekki að skilja. Árinni kennir illur ræðari og allt það :þ

 4. Matti

  Já, ég hef reyndar heyrt það áður (þ.e.a.s. Perl og lífupplýsingafræði) Málið með Python er að það er laust við slaufusviga, dollaramerki og þessháttar sóðaskap :-)

 5. Davíð

  Mæli með Matlab. Lítið um slaufusviga og svoleiðis bulli. Nýtist kannski ekkert mikið í lífupplýsingatækni, veit það ekki.

 6. Inga

  Hæ fyndið að rekast á þig hér.

 7. Lalli

  Íslenskt kommentaspam?