Brölt vinstri-grænna

Ef allt þetta brölt VG í borgarstjórn hefur að lokum skilað sér í því að Gísli Marteinn verður borgarstjóri í staðinn fyrir Þórólf Árna þá er ekki úr vegi að spyrja, hvað voru menn að pæla?

6 andsvör við “Brölt vinstri-grænna”

 1. rósa

  ..uu lá thad ekki nokkurn veginn ljóst fyrir?

 2. Lalli

  Ég veit það ekki.

 3. Sverrir

  Mér finnst það fullkomlega úr vegi.

  „Brölt vinstrigrænna“ felst ekki í öðru en að fylgja prinsippum sínum. Eins og aðrir flokkar reyna væntanlega að gera líka.

  Hins vegar er undarleg nauðhyggja fólgin í þessum vangaveltum. Maður á aldrei að fylgja samvisku sinni eða standa á sínu því að annars kemur vondi kallinn. Kannski.

  Ef Gísli Marteinn verður borgarstjóri er ástæðan að öllum líkindum sú að meirihluti borgarbúa hefur kosið Sjálfstæðisflokkinn. Það fólk verður sjálft að bera ábyrgð á afstöðu sinni og atkvæði.

  Þeir sem kjósa VG næst eru hins vegar EKKI að kjósa Gísla Martein. Það er morgunljóst.

 4. Lárus Viðar

  Þetta var sagt í hálfkæringi hjá mér um daginn og ekki af mikilli alvöru, aðallega til að stríða félögum mínum í VG.

  En ég tilheyrði þeim hóp sem kýs VG og sem voru á móti því að leggja niður R-listann. Nú veit ég ekki hversu stór hópur það var en ég segi fyrir mig að ég er ósáttur við það hvernig endalokin urðu. Ég segi að allt er betra en íhaldið, þrátt fyrir að það sé veiklulegur R-listi.

  Nú er ég ekki innanbúðarmaður í neinum stjórnmálaflokki og sé þetta því sem almennur kjósandi úti í bæ. Ég var sáttur við R-listann og hefði frekar kosið að hann yrði stokkaður upp fyrir næstu kosningar frekar en að leggja hann af.

  Eins og þetta horfir fyrir mér voru það Vinstri-Grænir sem létu Þórólf sveitunga minn víkja úr sæti borgarstjóra. Hann er eini maðurinn sem þurft hefur að taka einhverja ábyrgð í olíumálinu, þrátt fyrir að sök hans hafi ekki verið mikil að mínu hlutdræga mati. Eins má segja að VG hafi gengið endanlega frá R-listanum en sök Samfylkingarinnar er einnig mikil í því máli.

  Ég er mjög hræddur um að Íhaldið og Framsókn nái borginni á næsta kjörtímabili og ég er einnig hræddur um að Gísli Marteinn verði borgarstjóraefni sjálfstæðismanna. Þetta veltur þó allt á því hvernig Framsókn reiðir af í næstu sveitarstjórnarkosningum. Þeir hafa áður auglýst sig áfram, kannski virkar það aftur hver veit? Ég vona bara að þeir þurrkist út næst.

  Allavega kjarni málsins er að ég er haldinn stækri íhaldsfóbíu og mér sýnist að nú hafi íhaldið tækifæri til að ná borginni, tækifæri sem ekki hefði átt að gefa þeim.

 5. Sverrir

  Það er auðvitað skandall að Þórólfur sé eini maðurinn sem hefur þurft að sæta ábyrgð í olíusölumálinu.

  Vandi R-listans varðandi Þórólf var sá að ef hann hefði setið áfram hefðum við legið undir ámæli um að gera meiri siðferðilegar kröfur til annarra en okkar sjálfra.

  Sjálfstæðismenn hafa greinilega enga slíka bakþanka og Kristinn Björnsson er þar ennþá innsti koppur í búri. En það er þeirra vandamál.

  Endalok R-listans ættu ekki að hafa í för með sér aukið fylgi Sjálfstæðisflokksins. Vandræðagangurinn í málinu, margra mánaða tilgangslausar viðræður og endalaust þras eftir á hverjum sé um að kenna er hins vegar allt saman vatn á myllu Íhaldsins.

  Ég held hins vegar að Gísli Marteinn muni eiga auðvelt með þjappa andstæðingunum saman.

  Best væri auðvitað að Framsókn þurrkaðist út og Íhaldið næði ekki meirihluta. Þversögnin er hins vegar sú að ef Framsókn þurrkast út eykst hættan á að Íhaldið nái meirihluta út á 47-48%. Kannski er það samt áhættunnar virði.

 6. Lárus Viðar

  Ef það endar þannig að Framsókn og Íhaldið verða í minnihluta eftir næstu sveitarstjórnarkosningar þá verður það svo sannarlega áhættunnar virði. Ég er reyndar nokkuð bjartsýnn á að svo verði. Framsókn er í sögulegri lægð og júróvisíon-áhugamaðurinn Gísli Marteinn er ekki líklegur til að draga fylgi D-listans upp svo um munar.