Archive for september, 2005

Hasar

Það er greinilega hasar í ungliðapólitíkinni. Bæði RUVG og íhaldsarmurinn trítilóð út í forystusveit Heimdallar.

Ný myndasíða

Óli Helgi kom mér til bjargar eins og alltaf og sansaði nýja myndasíðu fyrir mig. Búið er að flytja allar gömlu myndirnar yfir og síðan er von á fleirum héðan frá Svíþjóð. Einhleypir karlmenn uppi á Fróni hafa mikið verið að falast eftir myndum af sænsku kvenfólki. Ég mun reyna að verða við þeim óskum á næstu vikum.

Pólsk stjórnmál

Það veitir manni nokkra innsýn í líf Pólverja þegar maður deilir herbergi með einum. Hann Maciej hefur sagt mér ýmislegt fróðlegt síðustu daga. Nú voru þingkosningar í Póllandi og flokkur Jaroslaw Kaczynski, Laga og Réttlætisflokkkurinn vann stórsigur og er stærsti flokkurinn á þinginu. Svo vill til að í október munu Pólverjar kjósa sér forseta og einn frambjóðendinn er Lech Kaczynski, tvíburabróðir Jaroslaw. Ég held meira að segja að þeir séu eineggja, þori samt ekki að fara með það.

Lech þessi er borgarstjóri í Varsjá og er ekki vel liðinn þar að sögn Maciej. Að hætti harðra hægri manna hefur löggæslan verið stórefld þannig að hver sá sem t.d. dirfist að sjást með áfengi á götum úti fær á baukinn hjá laganna vörðum. Ekki bætir úr skák að sannkristin stefna ræður ríkjum hjá þessum bræðrum og t.d. hefur Gay Pride ganga samkynhneigðra verið bönnuð í Varsjá eftir að Lech tók við stjórninni.

Úrslit þingkosninganna er nokkuð áfall fyrir frjálslynt fólk. Nú er sem dæmi farið að ræða í fullri alvöru að taka upp dauðarefsingar aftur í Póllandi. Maður veltir fyrir sér hvers vegna íhaldsdurgarnir virðast vera að sækja í sig veðrið allsstaðar.

Þrátt fyrir að flokkur Jaroslaw hafi tilnefnt annan mann, Kazimierz Marcinkiewicz, sem sitt forsætisráðherraefni þá er líklegt að hann verði lítið meir en strengjabrúða flokksformannsins. Það væri magnað ef Lech sigrar í forsetakosningunum en þá verða þessir tvíburabræður með óhemju mikil völd.

Uppsala/Stokkhólmur

Rósa með nýjan stílSíðastliðinn föstudag steig ég upp í lest og hélt kátur af stað til Uppsala í heimsókn til Rósu. Kæti mín minnkaði ögn þegar að miðavörðurinn kom og rak mig aftur um fimm vagna því ég hafði í ógáti sest upp í fyrsta farrými. Í Enköpning fór ég svo úr lest í rútu sem tók mig síðasta spölinn til Uppsala. Þessi leið var valin einfaldlega vegna þess að hún er ódýrust. Þegar ég kom til Uppsala bjóst ég við hálfgildings stórborg en í raun var þar svipuð smábæjarstemning og hér í Skövde.

Read the rest of this entry »

Níu

Í dag bættust við tveir félagar í Kommúnuna, þau Drífa og Ásgeir. Nú erum við orðin níu en það var uppáhaldstala heiðinna manna. Ég er ánægður með þessa fjölgun en kynjahlutfallið mætti vera betra. Þótt að 3 konur á móti 6 körlum þætti eflaust bylting í mörgum samtökum þá er það ekki nógu gott. Þurfum a.m.k. þrjár konur í viðbót.

Hækur

Lítil blogg eru hækur Vefsins.

Utan flokka

Ég held að ég verði alla ævi utan stjórnmálaflokka. Nema að ég stofni minn eiginn flokk.

X-L.

Brölt vinstri-grænna

Ef allt þetta brölt VG í borgarstjórn hefur að lokum skilað sér í því að Gísli Marteinn verður borgarstjóri í staðinn fyrir Þórólf Árna þá er ekki úr vegi að spyrja, hvað voru menn að pæla?

Berrassaðir nýhægrimenn

Orðasamband sem hægt er að lesa úr þessari grein. Athyglisverð grein en hversu marktæk er hún veit ég ekki.

Gáta dagsins

Hver er framkvæmdastjóri SHÍ? [*]