Færsla Hringbrautarinnar

Í stað þess að læra um nýmyndun glútamats fór ég að gamni mínu að skoða hvenær færsla Hringbrautarinnar á að klárast. Þá rakst ég á þessa mynd sem mér fannst dálítið áhugaverð.

útlit svæðisins eftir færslu Hringbrautarinnar
Það sem mér finnst áhugavert við þessa mynd eru nýju húsin fyrir sunnan Hringbrautina á Hlíðarendasvæðinu. Hvað á að vera þarna? Eru þetta eitthvað sem eftir á að ákveða eða er búið að skipuleggja þetta svæði líka?

Á þetta kannski að vera hluti af nýja þekkingarþorpinu? Afhverju er plássið svona illa nýtt á þessu dýra svæði?

Svona hlutum nenni ég að spukulera í þegar að lestur í líftæknilegri öruverufræði stendur fyrir dyrum. Leiðindi, leiðindi, leiðindi….

Myndin er tekin úr þessu pdf-skjali frá Reykjavíkurborg.

Lokað er fyrir andsvör.