Kransablegg

Davíð skrifar um greinina sem Jón Valur Jensson ritaði í Fréttablaðið fyrir skömmu. Fjallaði þessi grein um samkynhneigð en annars hefði hún líklega fjallað um fóstureyðingar, að fenginni reynslu af Jóni Vali.

Það hlýtur að vera einkennilegt hugarástand að vera kaþólskur á okkar dögum.

Ég hvet Davíð til að skrifa svargrein í Fréttablaðið. Svona skrifum á að svara, alltaf.

2 andsvör við “Kransablegg”

  1. Nafnlaust

    Ég fullvissa Lárus um, að það er gott að trúa á Jesúm Krist, frelsara minn og Drottin, og vera meðlimur kaþólsku kirkjunnar, þeirrar sem stofnuð var af honum og allmikill meirihluti kristinna manna tilheyrir. – Davíð þessum, sem Lárus vísar til, hef ég svarað – og vísa hér með til þess – á vefsíðu, þar sem farið hefur fram svolítil umræða um tilvitnaða Fréttablaðsgrein mína, þ.e.a.s. á vefslóðinni http://www.visir.is/?PageID=339&NewsID=39624

    Fyrir þá, sem áhuga hafa á afstöðu minni til fóstureyðinga og rökum fyrir henni, vísa ég til vefsetursins http://www.lifsvernd.com og vefsíðu minnar http://kirkju.net/index.php/jon – og tilvísana þar. Enn meira efni mun birtast þar á næstunni.

  2. Lalli

    Takk fyrir þetta Jón Valur.