Sannur Íslendingur

Eins og sönnum Íslendingi sæmir þá jók ég í dag þensluna í hagkerfinu með lántökum í banka, bæði til að greiða niður yfirdráttinn og svo til að eiga smá pening fyrir Svíþjóðarför. Líklega get ég huggað mig við það að þetta fer í menntun en ekki í eitthvað drasl eins og jeppa eða sumarbústað.

Þannig að núna í fyrsta skiptið síðan í janúar 2003 verð ég ekki í mínus á bankareikningnum heldur hef ég svissað yfir í langtímaskuldir. Það er líklega heldur skárra en hitt.

Af þessu tilefni sé ég mig knúinn til þess að biðja Jóhönnu Sigurðardóttir afsökunar á því að auka skuldir heimilanna. Vona ég að hún erfi þetta ekki við mig. Ég lofa að borga þetta niður eftir nokkur ár.

Lokað er fyrir andsvör.